Flutningur á starfsemi Landhelgisgæslunnar

45. fundur
Þriðjudaginn 03. nóvember 1992, kl. 19:08:43 (1840)

     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hv. 3. þm. Reykv. fyrir hans orð. Það kom fram hjá honum að sú nefnd sem skilaði áliti nýverið hefði tekið undir mín sjónarmið. Það sem ég ræddi um í minni ræðu var framkvæmd málsins. Það skiptir mestu máli að að þessu máli sé unnið. Ég vildi láta það koma fram.
    Mér er ekki ljóst á þessu stigi hvernig gæslan getur sinnt öryggismálum okkar og hún ætti þá væntanlega að fá annað hlutverk í sambandi við varnarmál en hún hefur. Mér er ekki ljóst á þessu stigi hvernig það gæti verið eða hvort hún á að taka við einhverju hlutverki varnarliðsins í Keflavík. Ég get ekki séð það fyrir mér miðað við þau fjárframlög sem eru til gæslunnar núna hvernig svo ætti að vera. Mér finnst að menn eigi að athuga þessi mál á borgaralegum grundvelli fremur en hernaðarlegum. Ég sé það ekki fyrir mér.