Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 16:21:55 (1943)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það lá skýrt fyrir í síðustu kosningum hvaða kröfur Sjálfstfl. gerði til samningsins. Það er útúrsnúningur af hálfu Sjálfstfl. og þingmanna hans að ætla að hlaupast frá þeim kröfum eftir kosningar þegar búið er að samþykkja lélegri samninga en þeir gerðu sjálfir kröfu um og sögðu þjóðinni að væri skilyrði þess að þeir mundu samþykkja samninginn. Það er útúrsnúningur. Það eru svik við þjóðina.