Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 17:47:25 (1962)

     Stefán Guðmundsson :
    Virðulegi forseti. Samkvæmt nýlegri könnun eru um 70% þjóðarinnar því samþykk að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Það er engum samboðið, ekki einu sinni núverandi ráðherrum né fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að halda því fram að þjóðin sé svo fávís að henni sé ekki treystandi til að taka ákvörðun í þessu mikilsverða máli. Í blaðagrein fyrir örstuttu síðan segir hv. 1. flm. þessarar tillögu, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
    ,,Mér er alveg ljóst að ef við förum inn í Evrópskt efnahagssvæði þá er EB inni í þeirri mynd. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þetta sé bara EES og síðan ekki söguna meir. Ég held að þeir

stjórnmálamenn sem það fullyrða séu annaðhvort að blekkja sjálfa sig eða aðra.``
    Ég vona að orð þessa þingmanns opni augu þings og þjóðar fyrir þeirri örlagaferð sem hér er verið að undirbúa. Þau hafa a.m.k. auðveldað mér að taka ákvörðun í þessu máli.
    Virðulegi forseti. Hér er um svo stórt mál að ræða að þjóðin öll á að fá að kveða upp sinn dóm. Því segi ég já við þeirri tillögu sem hér er til umræðu.