Vegáætlun 1992

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 14:40:31 (2023)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það sem ég hygg að segja megi fyrir hönd Alþb. hvað varðar afskekkt byggðarlög er að það er vilji og stefna flokksins að tryggja öllum sambærilega þjónustu án þess að borga mismunandi hátt verð fyrir hana.
    En ég bendi þingmanninum á að í þeirri brtt. sem hér liggur fyrir er lagt til að veita fé í framkvæmd sem er ekki á framkvæmdaáætlun fyrir 1994. Gilsfjarðarbrú er á áætlun 1993 og hjá hæstv. fjmrh. liggja fyrir yfirlýsingar um að á móti flýttum verkum verði samsvarandi verkefni skorin niður. Samkvæmt þeim yfirlýsingum verða fjárveitingar til Gilsfjarðarbrúar skornar niður á móti þeim fjárveitingum sem flýtt er vegna Kúðafljóts. Það er það sem ég les út úr yfirlýsingu ráðherrans og spyr því stjórnarþingmenn: Eru þið búnir að semja um það að Gilsfjarðarbrú flytjist aftur fyrir aldamót?