Vegáætlun 1992

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 16:21:05 (2067)

     Egill Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Einungis eitt efnisatriði í máli hv. síðasta ræðumanns er svaravert þar sem hann komst að þeirri spaklegu niðurstöðu að ekki væri verið að gera ráðstafanir til að auka fjárveitingu í vegaframkvæmdum. Hér er ég með útreikninga Vegagerðar ríkisins í þeim efnum. Þar kemur m.a. fram að á árinu 1990 voru fjárveitingar til vegagerðar rétt rúmir 5,2 milljarðar, árið 1991 5,4 milljarðar, árið 1992 5,6 milljarðar og á næsta ári, eins og þegar hefur verið tekin ákvörðun um, verða fjárveitingar til vegaframkvæmda 7,1 milljarður kr. Ég veit ekki hvernig þeir menn sem reikna með þessum hætti geta komist að vitlausari niðurstöðu en þeirri að segja að aukning frá 5,6 milljörðum upp í 7,1 milljarð jafngildi ekki aukningu í vegagerðarfé.