Hafnalög

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 17:58:12 (2087)

     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðeins örstutt. Ég vil bara koma því hér skýrt og klárt á framfæri og hélt að hv.

þm., sem var að tala áðan, ætti að vita það að það er höfn á Blönduósi. Um hana fara stór fiskiskip og þangað koma fraktskip og því getur hv. þm. ekki talað svona. Eða er það svo að það sé Alþb. sem er að leggja það til að fækka eigi þessum höfnum? Er það meiningin? Það sem verið er að gera á Blönduósi er að reyna að verja þau mannvirki sem þar eru til staðar. Það eru hugmyndirnar. Hæstv. núv. forseti hafði annan skilning á þessum málum rétt áðan.