Hafnalög

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 18:24:08 (2091)

     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Samkvæmt fjárlögum er fjmrh. heimilt að semja við hafnarsjóð Ísafjarðar og hreppsnefnd Nauteyrarhrepps um kostnaðarhlut ríkissjóðs við byggingu ferjubryggja. Þetta er heimildin, að semja um kostnaðarhlut ríkissjóðs um byggingu ferjubryggja. Þetta gefur hins vegar ekki heimild til að ráðast í framkvæmdir.
    Nú hefur hv. 14. þm. Reykv., frú Guðrún Helgadóttir, skrifað Ríkisendurskoðun bréf þar sem tíundað er hvert valdsvið samgrh. sé í dæmum eins og þessum. Ég ráðlegg hv. þm. að snúa sér til flokkssystur sinnar og athuga hvort hann geti fengið afrit af bréfinu og svarbréfi Ríkisendurskoðunar.