Hafnalög

50. fundur
Þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 18:27:13 (2093)

     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Það hefur verið svo að bryggjur ferja og flóabáta hafa verið greiddar að öllu úr ríkissjóði, 100%, nema á þeim stöðum þar sem kaupstaður er við annan endann. Ég held því að engum hafi dottið í hug að Nauteyrarhreppur mundi leggja fram verulegt fé til ferjubryggja fyrir þennan flóabát nema hv. þm. Vestf. hafi aðrar upplýsingar og þess sé að vænta að þeir þar vestra vilji sýna af sér meiri rausnarskap en venja hefur verið til. Sé möguleiki á því að semja um aðra kostnaðarskiptingu skal ekki standa á mér að taka þátt í því.