Staða loðdýrabænda

52. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 13:08:03 (2200)

     Einar K. Guðfinnsson :
    Virðulegi forseti. Hv. 5. þm. Suðurl. vakti athygli á því að í þessum tillögum hæstv. ríkisstjórnar sé talað um að leggja til. Það er náttúrlega einfaldlega þannig að þegar tillögur eru lagðar fram verða menn að orða þær svo ,,að leggja til``. Það er auðvitað ljóst eins og hv. 5. þm. Suðurl. veit að það er gert ráð fyrir því og um það talað að beina ákveðnum tilmælum til Stofnlánadeildar vegna þess að agavald yfir þeirri deild hefur landbrh. að sjálfsögðu ekki.