Staða loðdýrabænda

52. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 13:13:07 (2205)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Þar sem ég átta mig ekki á því hvaða mál er raunverulega á dagskrá miðað við þá yfirlýsingu formanns þingflokks Alþfl. að ríkisstjórnin geti ekki stjórnað nema Stofnlánadeildin spili með, þá vildi ég gjarnan fá upplýst hvort svo er komið fyrir hæstv. ríkisstjórn að hún telji sig ekki þurfa að stjórna að lögum heldur þurfi að hafa góða spilamenn með sér og hvaða mál er á dagskrá. Það getur varla verið sú fsp. sem hér var lögð fram?