Varamenn taka þingsæti

54. fundur
Mánudaginn 16. nóvember 1992, kl. 13:32:53 (2268)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 13. nóv. 1992:
    ,,Þar sem Gunnlaugur Stefánsson, 5. þm. Austurl., er á förum til útlanda til setu á þingi Sameinuðu þjóðanna og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varaþingmaður Alþfl. í Austurlandskjördæmi, Hermann Níelsson íþróttakennari, Egilsstöðum, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþfl.
    Hermann Níelsson íþróttakennari hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.
    Þá hefur borist annað bréf, sem einnig er dags. 13. nóv. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til setu á þingi Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Þuríður Pálsdóttir yfirkennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Lára Margrét Ragnarsdóttir, 13. þm. Reykv.
    Þuríður Pálsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.
    Þá hefur einnig borist hér bréf, dags. 13. nóv. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að þar sem 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavík mun í dag taka sæti á Alþingi taki 2. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson, fyrrv. alþm., sæti á Alþingi í fjarveru minni.

    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir það bréf ritar Ingi Björn Albertsson, 5. þm. Reykv.
    Guðmundur H. Garðarsson hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili. Kjörbréf hans hefur hins vegar verið samþykkt. Eins og kunnugt er hefur Guðmundur H. Garðarsson áður setið á Alþingi og hefur því undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni og er boðinn velkominn til starfa á ný.
    Þá hefur enn borist bréf, dags. 13. nóv. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til setu á þingi Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því 1. varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Vestfjarðakjördæmi, Ágústa Gísladóttir útibússtjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf.
    Kjörbréf Ágústu Gísladóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur hins vegar ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því skv. 2. gr. þingskapa að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni.