Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

54. fundur
Mánudaginn 16. nóvember 1992, kl. 14:53:49 (2282)

     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er misskilningur að andsvörin séu hugsuð þannig að menn séu endilega að kastast á deiluefnum. Andsvörin geta líka verið grunnur fyrir jákvæð skoðanaskipti af ýmsu tagi. Þau eru reyndar hugsuð þannig fyrst og fremst. Það sem kannski villir mönnum sýn í þessum efnum er orðið ,,andsvar`` og ég vona að það verði ekki til þess að draga úr jákvæðum athugasemdum í framtíðinni.