Samningafundir Íslendinga og EB um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum

55. fundur
Þriðjudaginn 17. nóvember 1992, kl. 13:45:50 (2303)

     Stefán Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Í framhaldi af þessum fyrirspurnum hef ég áhuga fyrir að beina fyrirspurn til hæstv. utanrrh. hvort rétt sé, eins og segir í Morgunblaðinu í dag, að enginn samningafundur hafi verið haldinn um tvíhliða viðræður Íslendinga við Evrópubandalagið vegna gagnkvæmra skipta á veiðiheimildum síðan 26. júní í vor. Er það rétt að enginn fundur hafi verið haldinn um þetta mál síðan 26. júní í vor?