Gilsfjarðarbrú

56. fundur
Miðvikudaginn 18. nóvember 1992, kl. 16:00:29 (2370)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Ég verð að segja eins og er að menn ættu ekki að þurfa að vera undrandi á því þó að þessi mál hafi einhvern eftirmála í þinginu eins og að þeim hefur verið staðið. Ég ætla ekki að endurtaka þá umræðu hér. En það að menn séu hér að gera málin tortryggileg og að það sé það sem hér er á ferðinni held ég að sé einfaldlega rangt. Það er mjög eðlilegt að menn að menn spyrji um þessi mál og

reyni að fá hlutina á hreint. Það hlýtur að vera mjög eðlilegt að félmrh. þurfi t.d. a gera mönnum grein fyrir því hvort það verði eitthvað að marka yfirlýsingar sem væntanlega verða gefnar í sambandi við ákvarðanatöku um sameiningu sveitarfélaga. Ef það er niðurstaðan að ekki sé hægt að treysta því sem verður lofað í því samhengi munu menn kannski verða tregari til en annars væri.
    Vegna þeirrar umræðu sem hefur verið hér um að undirbúningi sé ekki lokið vegna Gilsfjarðarbrúar vil ég að það kom skýrt fram, og ég held að það sé engin ástæða til að rengja það, að Vegagerðin hefur lokið öllum undirbúningi sem stendur til að vinna og það verður ekki gengið í að klára verkið fyrr en ákvarðanir liggja fyrir um það hvenær eigi að hefja það.