Aðild Íslands að Vestur-Evrópusambandinu

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 15:34:18 (2479)

     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég held að þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur forseta þingsins séu ekki á rökum reistar. Það hefur komið fram hjá hv. 1. þm. Norðurl. v. sem bað um þessa umræðu að hann bað

einvörðungu um hálftíma umræðu. Hún fór í einu og öllu fram í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Það er hins vegar alveg ljóst að margt er ósagt í þessum umræðum. Eflaust verður tóm til að ræða þetta allt miklu nánar síðar. Ég vil vekja athygli á því að hv. þm. Páll Pétursson, sem eins og kunnugt er bað um þessa umræðu, óskaði líka eftir því að utanrmn. kæmi saman. Það vill svo til að mér er kunnugt um það að formaður nefndarinnar er að boða fund í nefndinni og ætlar að halda fund í henni síðar í dag, hið allra fyrsta. Ég vænti þess að þar með sé kominn grundvöllur fyrir því að leysa ágreining um þessar umræður með því að ræða þetta mál frekar í nefndinni. Það verður svo einfaldlega að ráðast síðar hvort grundvöllur eða ástæða er til að taka þetta mál upp fljótlega aftur.