Varamaður tekur þingsæti

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 13:33:05 (2534)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 23. nóv. 1992:
    ,,Þar sem ég, vegna veikinda, get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að vegna sérstakra anna 1. varaþingmanns Alþb. í Suðurl. taki 2. varaþingmaður Alþb. í Suðurlandskjördæmi, Anna Kristín Sigurðardóttir, kennari á Selfossi, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir bréfið ritar Margrét Frímannsdóttir, 4. þm. Suðurl.
    Þá hefur borist annað bréf, dags. í Vestmannaeyjum 23. nóv. 1992:
    ,,Ég undirritaður varaþingmaður Alþb. í Suðurlandskjördæmi get því miður ekki tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur, 4. þm. Suðurl., í fjarveru hennar nú. Ástæður þess eru önnur óhjákvæmileg störf mín.``

    Undir þetta bréf ritar Ragnar Óskarsson, Hásteinsvegi 28, Vestmannaeyjum.
    Anna Kristín Sigurðardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.