Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 14:13:51 (2540)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég ætla að minna hv. þm. á að stjórn Hagræðingarsjóðs í dag er stjórn Fiskveiðasjóðs sem var falið að stýra verkefnum þess sjóðs. Önnur meginbreyting, sem hér hefur átt sér stað frá því að Hagræðingarsjóðurinn var settur á fót, er sú að það er ekki lengur verið að afla tekna með sölu ríkisins á veiðileyfum, annaðhvort með forkaupsrétti eða með uppboðum. Það kerfi er úr sögunni. Auðlindagjald með sölu veiðileyfa er úr sögunni en í staðinn kemur þetta fasta gjald sem rennur til þessa hagræðingarverkefnis. Það er mjög veigamikil breyting frá því að Hagræðingarsjóðurinn fór af stað á sínum tíma.