Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 17:45:43 (2582)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er hugsanlegt að taka ýmsa fleiri þætti inn í þessa mynd, t.d. kjaraskerðinguna. Launin eru 240 milljarðar á ári hjá Íslendingum, kjaraskerðingin er 4,4%. Skerðingin sem verið er að tala um vegna ráðstafananna á launatekjunum er hvorki meira né minna en 8 milljarðar kr. Ef forsrh. vill halda áfram að reikna getur hann það mín vegna, ég kann það líka. En staðreyndin er sú að skattalækkunarflokkarnir tveir eru að hækka skatta á einstaklingum á Íslandi á næsta ári um 31%.