Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 21:56:31 (2611)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég las Morgunblaðið í morgun og þar kemur þessi ágreiningur fram í beinum tilvitnunum til þeirra manna sem ég vitnaði til áðan. Ég skil orð hæstv. forsrh., eins og hann setti þau fram áðan, að í þessu máli sé skilningur aðstoðarmanns utanrrh. réttur, þ.e. sjóðnum beri að greiða m.a. allar skuldbindingar Atvinnutryggingarsjóðs og Hlutafjársjóðs, 4 milljarðana sem verða lagðir til á næsta ári og þá væntanlega skuldir þeirra 20% sjávarútvegsfyrirtækja sem Alþfl. segir að verði lögð niður á næstu tveim árum í gegnum þennan sjóð. Út frá þessum forsendum hlýt ég að álykta sem svo að skilningur aðstoðarmanns utanrrh. á þessu máli réttur og tel reyndar að forsrh. hafi staðfest það áðan.