Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Miðvikudaginn 25. nóvember 1992, kl. 00:22:14 (2631)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er almennt andvígur því að snúa sönnunarbyrðinni við. Það er meginregla sem við viljum lúta að hver maður sé saklaus uns sekt sé sönnuð. Mér er illa við þá hugsun að snúa sönnunarbyrðinni við í þeim efnum þó að það kunni að vera þægilegra fyrir hið opinbera.