Vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum

61. fundur
Miðvikudaginn 25. nóvember 1992, kl. 15:30:39 (2668)


     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég þakka forseta fyrir að hafa tekið ákvörðun um að fresta umræðu um þetta mál. Ég hefði talið mjög æskilegt að það hefði verið gert fyrr. Ég vil beina því til formanns iðnn. og forseta hvort ekki væri hægt að ná samkomulagi um það að frv. sem slíkt væri endurprentað og þá án þessarar meinlegu villu og þess gætt að í greinargerð væri samræmi við þann texta sem þá væri prentaður. Ég tel að það sé eðlilegt og lít svo á að tvær fyrstu brtt. séu raunverulega efnisleiðréttingar á frv. sem hefðu átt að koma með endurprentun frv. Það er nefnilega, eins og hér hefur komið fram, grundvallaratriði að í hinu prentaða frv. sé samræmi á milli textans og grg.