Atvinnuleysistryggingar

63. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 13:39:38 (2728)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að koma í veg fyrir að atvinnuleysið vaxi á Íslandi umfram það sem nú er. Við skulum gera okkur grein fyrir því að það var mat aðila vinnumarkaðarins að ef ríkisstjórn hefðist ekki að, þá mundi atvinnuleysið á næsta ári stefna í 20--25%. (Gripið fram í.) Um það voru þeir báðir sammála. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir eru til þess ætlaðar, til þess fyrst og fremst ætlaðar, jafnvel til þess eins ætlaðar að koma í veg fyrir þetta og að atvinnuleysið á Íslandi verði eins lítið og framast er unnt, eins og í mannlegu valdi stendur að gera það. Ef einhver ríkisstjórn í landinu hefur haft á stefnuskrá sinni að hafa ekki atvinnuleysi, þá er það ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.