Stjórnarskipunarlög

64. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 16:35:00 (2756)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi foreti. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig störfum stjórnarskrárnefndar er háttað, hvernig þeim hefur miðað eða hversu langt nefndin er komin í sínum störfum. En ég tel einsýnt að það muni verða henni hvatning til starfa ef hún fengi þá áskorun frá meiri hluta Alþingis að líta á þetta mál og þá tillögu sem hér liggur fyrir og þarf betri skoðunar við.
    Ég vil aðeins árétta það að með aðild Íslands að EES er ekki verið að framselja íslenskt vald. Það er alsendis ástæðulaust fyrir hv. þm. að gera því skóna að verið sé að

framselja vald með aðild Íslands að EES og þessi brtt. er þess vegna gjörsamlega ónauðsynleg vegna þess máls.