Stjórnarskipunarlög

64. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 16:35:53 (2757)

     Frsm. minni hluta stjórnarskrárnefndar (Páll Pétursson) (andsvar) :
    Frú forseti. Mér þótti vænt um að heyra að hv. 3. þm. Reykv. fellst á hugsun frv. þar sem hann reiknar með því að stjórnarskrárnefnd ranki nú við sér og drífi í því að beita sér fyrir breytingum á stjórnarskránni.
    Ég er búinn að vera alþingismaður í 18 ár, held ég, og allan þann tíma hefur stjórnarskrárnefnd verið að störfum og meira segja haldnir fundir öðru hverju. En hún hefur ekki haft frumkvæði um breytingar á stjórnarskránni.
    Hv. 3. þm. Reykv. fullyrti í þessum ræðustól að í samningnum um Evrópskt efnahagssvæði fælist ekkert fullveldisafsal, ekkert framsal á valdi. Hann gengur þá jafnvel enn lengra og er nokkuð forstokkaður að ganga lengra en fjórmenningar utanrrh. sem viðurkenna þó að um sé að ræða framsal á valdi. Það sé hins vegar á afmörkuðu sviði.