Stjórnarskipunarlög

64. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 16:40:01 (2761)

     Frsm. minni hluta stjórnarskrárnefndar (Páll Pétursson) (andsvar) :
    Frú forseti. Mér fyndist að hv. þm. ætti að telja sér það til tekna og vera bara þakklátur ef við tökum mark á honum. Það mundi ég vera í hans sporum.
    Ég ætla hins vegar ekki að endurtaka þá umræðu sem við höfðum við 1. umr. málsins. Mér finnst að þetta liggi nokkuð skýrt fyrir og skynsamur maður eins og hann hlýtur að skilja þetta og átta sig á meiningunni.