Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 18:02:55 (2771)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka fram sem rétt er að ég tengdi þetta við EES-samninginn sem fleiri hafa gert á undan mér og m.a. hv. frsm. meiri hluta nefndarinnar. Ég tel að ef frv. yrði samþykkt væri hægt að samþykkja samninginn um Evrópskt efnahagssvæði með meirihlutasamþykkt á Alþingi, þ.e. með 3 / 4 hlutum atkvæða. En ég tek fram að ég tel það ekki nægilegt til að gerast aðili að EB, ef það skýrir eitthvað fyrir þingmanninum, því ég tel miklu meira felast í því. Það gæti hugsanlega verið túlkunaratriði en þetta

er bara mín túlkun á því atriði.
    Ég verð að geyma mér hina spurninguna. Ég man ekki nógu vel um hvað hún fjallaði.