Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 18:46:12 (2783)

     Ragnar Arnalds (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu er þetta hreinn útúrsnúningur og kannski ekki svaraverður. En það er nákvæmlega þetta sem gerst hefur í nálægum löndum. Menn hafa sett inn í stjórnarskrána ákvæði sem opna fyrir það með auknum meiri hluta að einstök stjórnarskrárákvæði, samsvarandi ákvæði og 2. gr. er, séu túlkuð á þennan sérstaka máta. Í stað þess að breyta 2. gr. með því að segja að dómsvaldið sé hjá dómendum, þ.e. íslenskum dómurum og svo EFTA-stólnum, er hægt eftir að slík heimild hefur verið opnuð samkvæmt 21. gr. að túlka 2. gr. á annan hátt en áður hefur verið gert. Það er það sem er kjarninn í breytingunni.