Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 22:35:36 (2816)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er farið út um víðan völl hjá hv. 5. þm. Norðurl. e. að víkja máli sínu að fjarstöddum manni og kannski ekki mjög drengilegt. En ég vil segja að hæstv. utanrrh. fékk aldrei umboð þingflokks Alþb. til þess að ljúka samningnum um Evrópska efnahagssvæðið m.a. vegna andstöðu alþýðubandalagsmanna og þáv. landbrh. Hins vegar fékk ráðherrann umboðið til þess að gera þau verk sem menn sáu fram á að leiddu til ófarnaðar eftir kosningar, m.a. með fulltingi hv. þm. Tómasar Inga Olrich sem ber sig núna aumlega undan því að hafa veitt núv. hæstv. utanrrh. umboð til þess að ljúka samningi

af þessari gerð.