Stjórnarskipunarlög

66. fundur
Fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 23:04:57 (2819)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Það er vonlaust annað en ég byrji á því að þakka hv. 3. þm. Reykv. bæði fyrir vel valið efni til upplestrar og einnig góðan upplestur á því. En að þeim orðum sögðum verð ég jafnframt að minna hv. þm. á að hann hefur unnið eið að því að virða stjórnarskrána. Það atriði verður ekki á burtu tekið. Ef samningurinn sem slíkur stenst ekki stjórnarskrána þá er hann eiðrofi ef hann veitir honum stuðning. Svo einfalt er það mál. Það verður aftur á móti engin þörf fyrir mig að skýla mér á bak við stjórnarskrána í þessu máli en það mun hv. þm. reyna þegar þar að kemur.