Stjórnarskipunarlög

67. fundur
Mánudaginn 30. nóvember 1992, kl. 14:25:46 (2830)

     Frsm. minni hluta stjórnarskrárnefndar (Ragnar Arnalds) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að fáir Danir muni fallast á þær yfirlýsingar sem hv. þm. var með áðan, að þingræði þeirra hafi verið verulega skert með þeim ákvæðum sem þar eru í lögum. Ég vil ítreka það sem kom fram hjá mér áðan að í raun og veru er hér verið að veita þriðjungi þingmanna mjög hliðstæðan rétt, ekki alveg eins en mjög samsvarandi eða hliðstæðan rétt og við veitum einni persónu í okkar þjóðfélagi, þ.e. forsetanum. Ég tel að með sömu rökum og slíkur réttur er veittur forsetanum sé eðlilegt að slíkur réttur falli í hlut þriðjungs alþingismanna.