Stjórnarskipunarlög

67. fundur
Mánudaginn 30. nóvember 1992, kl. 14:29:58 (2834)

     Frsm. minni hluta stjórnarskrárnefndar (Ragnar Arnalds) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram á Íslandi. ( TIO: Ekki samkvæmt þessum ákvæðum.) Nei, ekki samkvæmt þessum ákvæðum en þær hafa farið fram samkvæmt ákvörðunum Alþingis eins og kunnugt er. Það eru því nokkur fordæmi fyrir því. Það er hins vegar alveg rétt að það hafa ekki farið fram þjóðaratkvæðagreiðslur enn þá um kirkjuskipan Íslendinga. Það er líka rétt að forseti hefur ekki nýtt sér þann rétt sem er í stjórnarskránni. Það breytir að sjálfsögðu engu. Þessi ákvæði eru þarna.

Það er það sem skiptir máli.