Stjórnarskipunarlög

67. fundur
Mánudaginn 30. nóvember 1992, kl. 14:35:48 (2837)

     Frsm. meiri hluta stjórnarskrárnefndar (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er allt annað að koma með tillögur um að undirbúa slíka löggjöf en að koma með beint frv. á hinu háa Alþingi þar sem allir vita hvernig þarf að fara með slík frv. til þess að þau fái samþykki.
    Varðandi ummæli hv. þm. um þáltill. áðan þá tók ég eftir að hann talaði sérstaklega um stefnumótandi þáltill. Ég spyr þá hv. þm. hvort slíkar tillögur eigi að fara í þjóðaratkvæði og til hvers almennar þingkosningar séu þá.