Ríkisreikningur 1990

68. fundur
Miðvikudaginn 02. desember 1992, kl. 15:23:19 (2876)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get vissulega tekið undir þau markmið hjá hæstv. fjmrh. að bæði fjárlög og ríkisreikningur séu sett þannig fram að bæði almenningur og þingmenn eigi greiðan aðgang að því að bera þær tölur saman. En ég vil spyrja hann hvernig stóð á því að við fjáraukalög fyrir árið 1990, en við erum að ræða ríkisreikning fyrir það ár, var sett inn tæplega 1,5 milljarða kr. upphæð fyrir Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins sem var skuldabréf til a.m.k. tveggja ára. Þar var ekki verið að taka inn greiðslu sem átti að inna af hendi á því ári heldur var þar um að ræða skuldbindingar.