Ríkisreikningur 1990

68. fundur
Miðvikudaginn 02. desember 1992, kl. 15:25:46 (2878)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er að vísu rétt að þetta var í tíð fyrrv. ríkisstjórnar, en fjáraukalögin, sem hér um ræðir með 1,5 milljörðum kr. vegna Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, voru samþykkt í janúar eða

febrúar árið 1992. Þau voru því ekki samþykkt fyrr en á síðasta vetri. Þau voru samþykkt þegar núv. ríkisstjórnarmeirihluti var við völd og þetta var tekið inn fjáraukalagagerðina að tilhlutan meiri hluta fjárln. á þeim tíma.