Stjórnarskipunarlög

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 14:01:14 (2933)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég tel að tekin hafi verið ákvörðun hér á Alþingi nú nýverið sem sýnir svo ekki verður um villst að nauðsynlegt er að binda í lög möguleika á að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Minni hluti Alþingis, 31 þingmaður, tók þá ákvörðun að meina þjóðinni að segja skoðun sína á aðild Íslands að Evrópsku efnahagssvæði. Ég tel að það eigi að samþykkja þá tillögu sem hér er og segi því nei við því að vísa henni til ríkisstjórnarinnar.