Afgreiðsla mála fyrir jólahlé

70. fundur
Föstudaginn 04. desember 1992, kl. 11:20:35 (3057)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti vill taka það fram að þingskapaumræða hefur alltaf forgang, þannig að það var ekki hjá því komist að hér kæmi inn í umræðu um vegamál umræða um gæslu þingskapa. Þar sem umræðunni um vegamál hafði þegar verið frestað um allnokkurt skeið þá var það freistandi fyrir forseta að taka fyrir tvö dagskármál þar sem eiga að fara fram atkvæðagreiðslur og ekki er útlit fyrir að umræður verði um þau mál. Þetta er ástæðan fyrir því að forseti hugðist hafa þennan hátt á. Forseti hefur samkvæmt þingskapalögum heimild til þess að breyta dagskrá eða taka mál ekki fyrir eins og þeim er raðað upp á dagskrá og biður eindregið um að fá að taka fyrir 2. og 3. dagskrármál. Síðan verður haldið áfram umræðum um 1. dagskrármál sem er vegáætlun.