Ný staða í EES-málinu

72. fundur
Mánudaginn 07. desember 1992, kl. 14:42:38 (3115)

     Jón Helgason (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Á fundi allshn. í morgun voru á dagskrá frv. sem tengjast samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Ég vakti þá athygli á því að þau hlyti að þurfa að endurskoða með tilliti til breyttra aðstæðna og var undir það tekið. En ástæðan fyrir því að ég benti á það er m.a. þessi setning í 28. gr. frv. um breytingar á ýmsum lögum, þar sem segir svo, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Þá skal ákvæðum 75. gr. einnig beitt, eftir því sem getur átt við þegar gagna er aflað fyrir héraðsdómi hér á landi í tengslum við rekstur máls erlendis, þar á meðal fyrir EFTA-dómstólnum.``
    Hér er eingöngu talað um EFTA-dómstólinn sem ég held að allir aðrir en hæstv. utanrrh. muni viðurkenna að verður ekki til.