Ný staða í EES-málinu

72. fundur
Mánudaginn 07. desember 1992, kl. 14:53:51 (3122)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Það hefur verið lýst eftir upplýsingum um það hversu mörg Evrópubandalagsríki hafi staðfest samninginn eða hversu mörg munu að ætla má ekki geta lokið staðfestingu fyrr en eftir áramót. Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir alveg á hreinu, en það er rétt sem fram kom hjá hv. 8. þm. Reykn. að fyrir lá eftir mati að þrjú ríki a.m.k. mundu ekki ljúka staðfestingunni þá. En það þarf að koma fram í því sambandi að sá er munur á að á þeirri ríkjaráðstefnu sem kölluð verður saman er það framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins sem er fulltrúi Evrópubandalagsins en ekki einstök aðilarríki. Hins vegar eru það af hálfu EFTA-ríkjanna ríkin sjálf þannig að þarna er tvennu ólíku saman að jafna.