Skattamál

73. fundur
Þriðjudaginn 08. desember 1992, kl. 19:58:48 (3167)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þegar fyrir lágu tillögur ríkisstjórnarinnar að efnahagsaðgerðum var ætlað að staða ríkissjóðs á næsta ári batnaði um rúmlega 540 millj. kr. þegar á heildina var litið. Hins vegar hefur það gerst síðan að staðan hefur versnað. Það er m.a. vegna þess að gert er ráð fyrir því að virðisaukaskatturinn innheimtist ekki eins fljótt eins og áður gerðist og að endurgreiðslur verði meiri í hitaveitu o.s.frv.