Afgreiðsla fjárlagafrumvarps

74. fundur
Miðvikudaginn 09. desember 1992, kl. 13:39:24 (3174)

     Karl Steinar Guðnason :
    Frú forseti. Í tilefni af orðum síðasta ræðumanns vil ég geta þess sem náttúrlega kemur fram í umræddu dagblaði að ég er ekki heimildarmaður að þeirri frétt sem þarna er. Hins vegar hafði blaðamaður samtal við mig og ég viðurkenndi það að við værum í miklum hremmingum. Þetta væri erfitt verk, það þyrfti að gera betur. Og það er alveg rétt að það þarf að gera betur. Okkur er ekkert að vanbúnaði að hafa 2. umr. á morgun. Starfið hefur gengið ágætlega og það verður eins og vant er að ýmsum þáttum er frestað til 3. umr. En hvað varðar starfið í fjárln. þá er það á hreinu að við erum að fullu búnir undir þá umræðu. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta en mér finnst að ringulreiðin sé einhvers staðar annars staðar en í stjórnarliðinu, a.m.k. á meðan menn geta ekki beðið morguns um að ræða þessi mál.