Kostnaður við löggæslu á skemmtunum

77. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 11:20:12 (3258)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það með hv. 5. þm. Vestf. að fsp. hefur ekki verið svarað. Þess vegna tel ég óhjákvæmilegt að það verði kannað við forsetadæmið hvort ekki er hægt að bera fsp. fram á ný með skriflegum hætti og fá henni svarað á ný munnlega vegna þess að sú aðferð sem hæstv. dómsmrh. beitti áðan er algerlega óþolandi. Hún er óþolandi dónaskapur í garð þingsins og viðkomandi þingmanns og þess vegna tel ég að það verði að bera fsp. fram á ný til þess að gera tilraun til að kenna ráðherrum hvernig á að nota fyrirspurnatímann. Auðvitað þýðir ekki fyrir hæstv. ráðherra að gagnrýna þingmenn fyrir þær spurningar sem þeir bera fram þegar hæstv. ráðherrar misnota fyrirspurnatímann með þeim hætti sem hæstv. dómsmrh. gerði hér áðan.