Fjárlög 1993

78. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 18:12:04 (3288)

     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er rétt sem hv. 4. þm. Norðurl. v. segir að ríkisstjórnin hefur áform um að leggja störf hreppstjóra af. Það er að vísu misskilningur að það eigi að fela öll þessi störf dýralæknum þannig að hv. . . .   Gripið fram í: Mikið af þeim?) Hv. 4. þm. Norðurl. v. getur kannski fengið atvinnu við að taka við dánarvottorðum svona sem aukavinnu. En ég held að það sé ekki meiri hluti fyrir þessu máli í stjórnarliðinu en það mun koma í ljós.