Fjárlög 1993

78. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 21:04:41 (3293)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil koma því að að eins og allir vita er hér umræða um fjárlög fyrir árið 1993. Fjárlög eru ekki einasta málefni fjmrh. heldur einnig fagráðherranna. Ég bendi á að mjög stór málaflokkur inni í því sem heitir fjárlög eru heilbrigðis- og tryggingamál og hér á dagskrá þessa fundar eru brtt. sem snerta þann málaflokk mjög margar, sömuleiðis málaflokk hæstv. menntmrh. Ég óska því eftir því að því

er mínar tillögur varðar, sem ég mun mæla fyrir síðar á fundinum, að tryggt verði a.m.k. þeirra vegna að þessir hæstv. fagráðherrar verði viðstaddir umræðuna þannig að hægt verði að kalla þá til og spyrja um um lykilatriði í málaflokkum þeirra jafnóðum og umræðan gengur fram. Það er útilokað að halda umræðunni áfram með öðrum hætti, virðulegi forseti, þar sem hæstv. fjmrh. hefur engin tök á að svara til um einstök rekstraratriði í heilbrrn. eða menntmrn.