Fjárlög 1993

79. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 11:22:48 (3343)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Við umræðuna í gærkvöldi og nótt gerði ég grein fyrir því að í öllum framhaldsskólum landsins væru innheimt skólagjöld, mishá að vísu. Í fimm skólum eru þau lægri en hér er lagt til að tekið verði inn í fjárlög, þ.e. lægri en 3.000 kr. á nemanda. Það er ótvíræð heimild í framhaldsskólalögum til innheimtu þessara gjalda, enda hafa þau verið innheimt undanfarin ár. ( ÓÞÞ: Hvar er hún í lögum?) Hún er í framhaldsskólalöggjöfinni. ( ÓÞÞ: Hvar í lögunum, hvaða grein?) Það sem hér er breytt er aðeins það að tiltekin upphæð, 3.000 kr. á nemanda, er færð til bókar. Ég segi nei.