Verðbréfaviðskipti

81. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 16:58:03 (3419)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þessari umræðu verður frestað og fyrir tekið . . .  ( GHelg: Ég var búin að biðja um orðið, forseti.) Það hefur verið óskað eftir því við forseta að aðeins verði mælt fyrir nefndarálitum í 3. 4., 5. og 6. dagskrármáli og síðan yrði umræðunni frestað. Forseti getur upplýst það strax. ( Gripið fram í: Hver biður um það?) Það er að beiðni m.a., að því er forseti best veit, frá Alþb. ( RA: Nei, það er ekki alveg rétt.) Ef það er rangt vill forseti gjarnan fá leiðréttingu á því. Þá er hægt að halda þessari umræðu áfram ef forseti hefur fengið rangar upplýsingar.