Veiting ríkisborgararéttar

81. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 17:28:24 (3432)

     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar á þskj. 431. Nefndin hefur fjallað um frv. og var umfjöllun hennar með svipuðu sniði og á 115. löggjafarþingi. Formaður og einn nefndarmanna, hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson, fóru yfir allar umsóknir um ríkisborgararétt til að kanna hvort þær uppfylltu þau skilyrði sem allshn. hefur veitt fyrir veitingu ríkisfangs, sbr. þskj. 910 frá 112. löggjafarþingi.
    Við afgreiðslu á þessu frv. um veitingu ríkisborgararéttar, sem er væntanlega hið fyrra á þessu löggjafarþingi, hefur nefndin haft að leiðarljósi fyrrgreindar reglur á þskj. 910. Umsóknir sem ekki hljóta afgreiðslu nú bíða þar til síðara frv. er afgreitt á vorþingi en þá koma allar óafgreiddar umsóknir aftur til skoðunar.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Allir nefndarmenn allshn. standa að nál. þessu og brtt. Undir álitið rita Sólveig Pétursdóttir, Jón Helgason, Ingi Björn Albertsson, Sigbjörn Gunnarsson, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kristinn H. Gunnarsson, Tómas Ingi Olrich, Eyjólfur Konráð Jónsson og Ólafur Þ. Þórðarson.