Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 00:15:14 (3510)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa þingskapaumræðu. Ég vil aðeins að það komi fram vegna þess að nefndarálit mitt hefur orðið tilefni hennar að mér er í sjálfu sér ekkert að vanbúnaði að flytja nefndarálit mitt. Það er einungis sá tími sólarhringsins sem mér er ætlaður til þess sem mér finnst heldur óviðurkvæmilegur. Ég hef verið tilbúinn með nefndarálitið frá því í lok nóvember. Ég hef aldrei beðið um frestun á þessu máli eða orsakað neina töf í því og þótt nefndarálitið sé dags. 4. des., er þetta einungis vegna þess að það lá auðvitað ekkert á því fyrr þar sem umræðan var ekki skipulögð fyrr en sl. laugardag. Ég vil því ekki að það sé litið svo á að ég sé að reyna að drepa málinu á dreif eða fresta því. Mér er ekkert að vanbúnaði, það er tímasetningin.