Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 01:14:31 (3514)

     Ragnar Arnalds (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil að það komi skýrt fram að þessi niðurstaða er ekki gerð í neinu samkomulagi við okkur talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna. Við teljum það sjálfsögð vinnubrögð að ljúka fundi nú þannig að þeir sem eiga eftir að mæla fyrir nefndarálitum minni hluta geri það í dagsljósi á morgun en ekki nú á næturfundi. Við höfum mótmælt því mjög eindregið að fundi sé haldið áfram. Ég minni á að fundir eru boðaðir í fyrramálið í ýmsum nefndum klukkan korter yfir átta og auðvitað er ekki hægt að bjóða þingmönnum það að eiga að sitja marga klukkutíma í viðbót á fundi.