Evrópskt efnahagssvæði

83. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 23:06:59 (3579)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Það hafa sjö hv. þm. óskað eftir að veita andsvar þannig að forseti er tilknúinn að setja þau tímamörk að hv. þm. hafa eina mínútu í fyrra skiptið sem þeir veita andsvar en óski þeir eftir að veita andsvar öðru sinni hafa þeir aðeins 10 sekúndur. ( SvG: Það gengur ekki, forseti.) Það er hægt að segja eina setningu. Þetta er vegna þingskapalaganna en þar er kveðið á um það að andsvör megi ekki standa lengur en 15 mínútur.