Umboðssöluviðskipti

85. fundur
Fimmtudaginn 17. desember 1992, kl. 18:00:15 (3760)

     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Það er rétt sem fram kom í máli síðasta ræðumanns að ætlunin var að reyna að hefja hér umræðu um Evrópskt efnahagssvæði eða halda henni áfram réttara sagt ef tími ynnist til að loknum umræðum um önnur mál sem hér eru á dagskrá. Nú er hins vegar þannig komið að hér eru að hefjast nefndafundir þannig að mér sýnist einboðið að fresta fundinum. Ég hygg reyndar að enginn sé á mælendaskrá í þessu umboðssölumáli þannig að mér finnst skynsamlegt að ljúka því, gera síðan hlé og fresta þessum fundi kannski til hálfníu eða svo þannig að hægt verði að ganga til nefndastarfa eins og ráð hefur verið fyrir gert.